Svartsýni hjálpar ekki

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir spá hagdeildar ASÍ vera of dökka. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir spá hagdeildar ASÍ vera of dökka og að spá ASÍ um vanmeti efnahag landsins verulega. Meiri innistæða sé fyrir hagvexti en þær forsendur sem hagdeild ASÍ gefur sér.  

Jóhanna segist vongóð um að orkunýting geti hafist fljótlega á Norðurlandi og að opinberar og hálfopinberar framkvæmdir á borð við byggingu Landspítala, nýs fangelsis og félagslegra íbúða ásamt gerð snjóflóðavarna muni draga úr atvinnuleysi á næstu árum.

Samkvæmt hagspá ASÍ verður einungis um 1% hagvöxtur á næsta ári og útlit fyrir viðvarandi atvinnuleysi vegna vöntunar á aðgerðum til að örva hagvöxt og arðbæra fjárfestingu.

Hér má sjá haustskýrslu hagdeildar ASÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert