Lækna þarf sárin eftir hrunið

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, setti ráðstefnuna í dag.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, setti ráðstefnuna í dag. mbl.is/Sigurgeir

Ráðstefna hófst í Hörpu í morgun þar sem fjallað er um hvaða lærdóm megi draga af efnahagskreppunni og verkefni framundan. Íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn standa að ráðstefnunni.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, setti ráðstefnuna og sagði að eitt  stærsta verkefnið framundan væri græða sárin sem opnuðust þegar íslenska efnahagskerfið hrundi. Ljúka þurfi sakamálarannsókninni, sem staðið hefur yfir yfir á gerðum óábyrgra fjármálamanna, endurvekja traust í samfélaginu og endurheimta þá þjóðarsamstöðu sem fjaraði undan í hruninu.

Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í beinni útsendingu á vef Seðlabankans.

Frá ráðstefnunni í Hörpu sem íslensk stjórnvöld og AGS standa …
Frá ráðstefnunni í Hörpu sem íslensk stjórnvöld og AGS standa fyrir mbl.is/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert