Matthías gaf fullnægjandi skýringar

Matthías Imsland.
Matthías Imsland.

Iceland Express segir að á fundi með Matthíasi Imsland, fyrrum forstjóra félagsins hafi Matthías gefið fullnægjandi skýringar á þeim atriðum sem Iceland Express hafi talið að ekki hafi verið rétt staðið að við færslu bókhalds félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Express.

Í lögbannsbeiðni Iceland Express gegn Matthíasi Imsland, fyrrverandi forstjóra félagsins, sem lögð var fram hjá sýslumanninum í Reykjavík sl. þriðjudag, segir að Matthíasi hafi verið sagt upp störfum hinn 19. september fyrir að hafa ,,fegrað" bókhald félagsins.

„Af þessu tilefni hafa fulltrúar Iceland Express átt fundi með Matthíasi. Hefur hann gefið fullnægjandi skýringar á þeim atriðum, sem félagið taldi að ekki hafi verið rétt staðið að við færslu bókhalds félagsins.

Þessi hluti ágreinings aðila hefur því verið leystur og verða ekki frekari eftirmálar vegna hans," segir í yfirlýsingu Iceland Express. Ekki hefur verið fallið frá lögbannsbeiðninni en von er á úrskurði sýslumannsins í Reykjavík á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert