Smáskjálftar í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull í dag
Mýrdalsjökull í dag Veðurstofan

Skjálftavirkni heldur áfram í Mýrdalsjökli líkt og verið hefur í allt haust. Samkvæmt skjálftamælingum Veðurstofunnar kom kippur nú síðdegis í dag með á annan tug skjálfta. Nokkrir þeirra mælast milli 2 og 3 stig að stærð.

Stærsti skjálftinn í dag varð klukkan 14.29 og mældist 2,6 stig með upptök 5,3 km aust-norðaustur af Goðabungu. Annar skjálfti um 40 mínútum síðar mælist 2,4 stig og nokkrir ná 1,7 og 1,9 stigum, en annars eru skjálftarnir í dag flestir mjög smáir.

Smáskjálftar hafa mælst reglulega í Mýrdalsjökli síðan í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert