Munum áfram nota krónu

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri undir kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri undir kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ekkert bendir til annars en að krónan verði gjaldmiðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á landsfundi VG, sem hófst á Akureyri í dag.

„Sæluríki evrunnar lítur nú ekki beinlínis vel út um þessar mundir og jafnvel norska krónan, sem ég hef stundum verið grunaður um að daðra við, hefði nú reynst íslenskum veruleika strembin með sínum olíustyrk undanfarin misseri. Á Íslandi erum við að ná utan um okkar vanda, allavega þann sem snýr beint að okkur sjálfum, og höfum lært þá lexíu að við getum til lengri tíma litið ekki eytt meiru en við öflum. Íslandsvinurinn og nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, benti í gær á það á ráðstefnu hér á landi, að krónan hefði hjálpað landinu í gegnum hrunið. Ég er sannfærður um að atvinnuleysi hér á landi hefði farið, a.m.k. tímabundið, í háa tveggja stafa prósentutölu, ef við hefðum ekki haft okkar eigin gjaldmiðil, úr því sem komið var.

Og er ekki reynsla sumra annarra þjóða að sýna að það er nákvæmlega eins hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum? Meira að segja mætti halda því fram að hið falska öryggi evrunnar hafi leitt margar þær þjóðir sem nú eru í vanda, einmitt í þær ógöngur sem þær eru í. Ekkert bendir til annars en að krónan verði gjaldmiðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð með þeim eina fyrirvara að gjaldmiðlamál heimsins alls eru á hverfanda hveli. Allavega er það ljóst að engin gjaldmiðils- og peningastefna verður mótuð hér á landi, með aðild okkar vinstri grænna, öðruvísi en að krónan verði þar fullgildur valkostur við aðrar hugmyndir. Það er vissulega krefjandi verkefni að treysta þannig undirstöður efnahagslífs og ríkisfjármála að hægt sé að reka eigin gjaldmiðil.

En mistök fortíðarinnar mega ekki berja úr okkur kjarkinn og eru engin sönnun þess að það sé ekki hægt. Stefna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Evrópumálum er óbreytt, að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess, og það gera aðrir flokkar, þar með talið vinir okkar og samstarfsaðilar í Samfylkingunni, rétt í að hafa í huga,“ sagði Steingrímur.

Breytingar á skattkerfinu í samræmi við stefnu VG

Steingrímur sagði að ríkisstjórnin hefði orðið að takast á við þann mikla halla á ríkissjóði sem varð eftir hrun. Ekki hefði verið hægt að komast hjá því að hækka skatta til að stöðva tekjufall ríkissjóðs. Ekki hefði verið hægt að reka velferðarkerfi á erfiðleikatímum, með auknum útgjöldum t.d. vegna atvinnuleysis, á horfnum góðæristekjum.

„Breytingar okkar í skattamálum hafa þó ekki aðeins miðað við að stöðva tekjufallið, heldur eru þær algjörlega í samræmi við pólitíska stefnumótun og tillögur flokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009 og árin þar á undan. Þær tillögur miðuðust að því að ná fram meiri tekjujöfnuði í gegnum skattkerfið, innleiða græna skatta, svo sem kolefnisgjald og skattleggja bílaflotann miðað við koldíoxíðslosun, auka tekjur þjóðarinnar af auðlindum, hlífa venjulegum sparnaði fólks, en skattleggja mikinn fjármagnsgróða og stóreignir. Allt þetta hefur tekist. Þeir sem hefðu fyrir því að bera saman skattkerfið í dag og stefnu VG frá umliðnum árum, kæmust að athyglisverðri niðurstöðu.

Greining á áhrifum skattkerfisbreytinganna leiðir í ljós að verulegur tilflutningur á skattbyrði hefur átt sér stað, frá fólki með lægri tekjur, yfir á hátekjufólk og stóreignafólk. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiða nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þ.m.t. fjármagnstekjuskatt, á árinu 2010 en þau gerðu árið 2008. Kannski er það þess vegna sem formaður Sjálfstæðisflokksins talar um að nauðsynlegt sé að afnema allar skattkerfisbreytingar núverandi ríkisstjórnar. Svo að hægt sé að viðhalda ójöfnuðinum í samfélaginu?“ sagði Steingrímur.

Ræða Steingríms

mbl.is

Innlent »

Hrundi úr hillum og brotnaði

Í gær, 22:37 Jarðfræðingurinn Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, sem er yfir neyðarvörnum hjá Rauða krossinum á Suðurlandi, varð vel var við jarðskjálftana nú í kvöld. „Þá drundi í öllu og hristist allt og það hrundi hér úr hillum og brotnaði aðeins,“ segir Sigurjón sem á von á fleiri skjálftum. Meira »

Jörð skelfur við Selfoss

Í gær, 21:39 Klukkan 21:50 í kvöld varð jarðskjálfti af stærð 3,4 norðaustur af Selfossi og hafa tilkynningar borist Veðurstofunni um að skjálftinn hafi fundist vel á Selfossi og í nágrenni. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu frá því um kl. 16:00 í dag. Meira »

Eldur í ruslageymslu

Í gær, 21:13 Eldur kom upp í ruslageymslu í Sólheimum á níunda tímanum í kvöld. Einn slökkvibíll var sendur á staðinn og vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Meira »

Erlendir göngu-hrólfar nánast einir um hituna

Í gær, 21:00 Þátttaka útlendinga í gönguferðum um Laugaveginn, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, hefur aukist með hverju árinu. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að á nýliðnu sumri hafi hlutfall þeirra verið allt að 95% af um tólf þúsund sem fóru þessa vinsælu gönguleið. Meira »

Ætlaði sér aldrei að ná sátt um málið

Í gær, 20:46 Formaður nefndar um sátt í sjávarútvegi ætlaði aldrei að skapa neina sátt um sjávarútveg, heldur ætlaði hann að reka fleyg í ríkisstjórnarsamstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks. Þetta segir Páll Jóhann Pálsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni. Meira »

Ísland þarf á fjölbreytninni að halda

Í gær, 20:20 „Við lítum á þetta sem annan stærsta viðburðinn í sögu skólans síðan hann var stofnaður. Skólinn var stofnaður fyrir 30 árum og nú erum við komin með doktorsnámið. Þetta eru tveir stærstu viðburðirnir.“ Þetta segir Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Meira »

Ákærðir fyrir 125 milljóna skattsvik

Í gær, 19:50 Embætti héraðssaksaksóknara hefur gefið út ákæru á hendur tveimur karlmönnum á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum upp á samtals 125 milljónir króna á árunum 2011 til 2013. Meira »

Vill 600 m. kr. fyrir hjúkrunarfræðinga

Í gær, 19:57 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, segir nauðsynlegt að Landspítalinn fái 600 m.kr. í fjárlögum 2018 til að bæta kjör og vinnutíma hjúkrunarfræðinga. Þá fagnar hann skýrslu Ríkisendurskoðunar og telur hana sýna fram á þann mikla skort á hjúkrunarfræðingum sem fram undan er. Meira »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

Í gær, 19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

Í gær, 19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

Í gær, 18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

Í gær, 18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

Í gær, 18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

Í gær, 17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

Í gær, 15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

„Við getum gert allt betur“

Í gær, 17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

Í gær, 17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

Í gær, 15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Erro
...
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
 
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...