Svartur blettur í sögu heilbrigðismála

Ólafur Ólafsson.
Ólafur Ólafsson.

Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, segir að meðferð sem ósakhæfir afbrotamenn sættu hér á landi sé svartur blettur í sögu heilbrigðismála á Íslandi. Hann segir að læknar á Kleppi hafi brotið læknaeiðinn með því að neita að vista þessa sjúklinga.

Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld, en í þættinum var rakin saga Snæbjörns Sigurbjörnssonar. Hann var dæmdur ósakhæfur og að hann ætti að vistast á viðeigandi stofnun eftir að hafa ráðist á móður sína. Hann var nokkra mánuði á Kleppi, en var fluttur þaðan eftir að hann nefbraut starfsmann. Hann var þá fluttur til Noregs á geðspítala þar sem voru vistaðir um 200 sjúklingar.

Fram kom í Kastljósi að á þessum spítala voru sjúklingar ólaðir niður. Spítalinn var harðlega gagnrýndur árið 1978 og fullyrt að sjúklingar hefðu ekki fengið viðeigandi meðferð. Snæbjörn var þá fluttur til Íslands, en bróðir hans, Hafþór Sigurbjörnsson, segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki skipað tilsjónarmann með Snæbirni eins og kveðið var á um í lögunum. Stjórnvöld hafi í reynd ekkert skipt sér af Snæbirni og ekkert viljað af honum vita.

Eftir að Snæbjörn kom heim var hann vistaður á Litla-Hrauni og þar var hann í 12 ár. Fram kom í þættinum að Snæbjörn hefði ekki fengið þá heilbrigðisþjónustu sem hann hefði þurft á að halda meðan hann dvaldi í fangelsinu.

Eftir að réttargeðdeildin að Sogni var komið á fót var Snæbjörn fluttur þangað, en hann var áður um tíma vistaður á geðdeild í Svíþjóð. Ólafur Ólafsson sagði að erfitt hefði verið að lækna Snæbjörn vegna þess að hann hefði um margra ára skeið ekki fengið viðeigandi meðferð.

Kastljós

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert