Skytturnar þreyttar en heilar á húfi

Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.
Björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

Rjúpnaskytturnar tvær sem leitað var að við Vikrarvatn í gærkvöld fundust í kringum miðnætti. Mennirnir voru slæptir og þreyttir en treystu sér þó til að ganga með björgunarmönnunum í bílana ofan við Hreðarvatn eftir að hafa fengið smá hressingu.

Um 1,5 klukkustundar gangur var að bílunum þaðan sem mennirnir fundu. Björgunarmenn voru því komnir til síns heima um þrjúleytið í nótt og rjúpnaskytturnar tvær á svipuðum tíma.

Skytturnar höfðu samband við Neyðarlínu og óskuðu eftir aðstoð en þær voru ekki vissar um staðsetningu sína. Þegar björgunarmenn náðu sambandi við skytturnar kom í ljós að gps-tæki var með í för svo hægt var að fá nokkuð nákvæma staðsetningu en júpnaskytturnar treystu sér ekki til að fara eftir tækinu til byggða auk þess sem orka var ekki til staða fyrir meiri göngu.

Í gær var fyrsti dagur rjúpnaveiðitímabilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert