Sigurður Daði sigraði

Sigurður Daði Sigfússon skákmaður í þungum þönkum.
Sigurður Daði Sigfússon skákmaður í þungum þönkum. mbl.is/Hafþór

Sigurður Daði Sigfússon vann sigur á Framsýnarmótinu í skák sem fram fór á Húsavík um helgina. Mótinu lauk í dag en það eru Skákfélagið Goðinn í Þingeyjarsýslu og stéttarfélagið Framsýn sem standa að þessu móti.

Alls tóku átján skákmenn þátt í ár og sem fyrr segir varð Sigurður Daði efstur á mótinu. Hann fékk 6,5 vinninga af 7 mögulegum en Sigurður Daði leiddi mótið frá upphafi. Einar Hjalti Jensson varð í öðru sæti með 6 vinninga og Smári Sigurðsson varð í 3. sæti með 4,5 vinninga. Ungur og efnilegur skákmaður frá Akureyri,Jón Kristinn Þorgeirsson, varð í 4. sæti með 4,5 vinninga, en aðeins lægri á stigum heldur en Smári. Jón Kristinn varð efstur utanfélagsmanna og fékk eignarbikar að launum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert