Staðgöngumæðrun til þingflokks

Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir á landsfundi VG á …
Steingrímur J. Sigfússon og Álfheiður Ingadóttir á landsfundi VG á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Ályktun á landsfundi VG, þar sem lagst var gegn því að heimila staðgöngumæðrun hér á landi, hvort sem er í hagnaðarskyni eða velgjörðarskyni, var vísað til þingflokks til frekari umræðu. Mjótt var á munum; 72 samþykktu að vísa málinu til þingflokks en 65 vildu taka ályktunina til afgreiðslu á þinginu.

Fundarmenn á landsfundinum eru nú að afgreiða ályktanir sem liggja fyrir fundinum og eru umræður fjörugar. Fundinum lýkur í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert