VG rekin með 21,8 milljóna hagnaði

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar landsfund VG á Akureyri.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar landsfund VG á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vinstrihreyfingin - grænt framboð var rekin með 21,8 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Flokksfélögin skiluðu hins vegar samtals 4,9 milljóna króna tapi.

Reikningar VG voru lagðir fram og samþykktir á landsfundi VG. Samkvæmt reikningnum voru tekjur VG 80,8 milljónir á síðasta ári, þar af námu opinber framlög 74,6 milljónum. Tekjur flokksfélaganna voru 43,4 milljónir, en þar af voru opinber framlög 15,8 milljónir.

VG skuldaði um síðustu áramót 84,7 milljónir og flokksfélögin skulduðu 18,9 milljónir. Í árslok 2009 skuldaði VG 106,4 milljónir og flokksfélögin 16,3 milljónir.

Reikningar VG

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert