Hugmyndum Betri Reykjavíkur vísað áfram

Fleiri greiðslumátar í strætó er ein hugmyndanna sem vísað hefur …
Fleiri greiðslumátar í strætó er ein hugmyndanna sem vísað hefur verið til Reykjavíkurborgar af vefnum Betri Reykjavík. Eggert Jóhannesson

Fjölbreyttari greiðslumátar í strætó og bætt mannréttindi útigangsfólks eru tvær hugmyndir af þeim sextán af samráðsvefnum „Betri Reykjavík“ sem nú hafa verið sendar til fagráða Reykjavíkurborgar. Er þetta í fyrsta sinn sem hugmyndir af vefnum eru sendar til borgarinnar.

Yfir 10.000 einstaklingar hafa heimsótt vefinn „Betri Reykjavík“ og lagt fram yfir 200 hugmyndir frá því að samráðsvefurinn var opnaður 19. október sl. Sextán hugmyndir af samráðsvefnum hafa nú verið sendar til formlegrar meðferðar viðkomandi fagráða hjá Reykjavíkurborg. Fagsvið borgarinnar munu síðan fjalla um hugmyndirnar og ferli þeirra verður sýnilegt á vefnum.

Þetta er í fyrsta sinn sem hugmyndir eru teknar af vefnum en það verður gert mánaðarlega héðan í frá. Meðal hugmynda sem komið hafa fram og fengið hafa flest atkvæði er meðal annars fleiri greiðslumátar í strætó, aðstaða fyrir unga vegglistamenn og bætt mannréttindi útigangsfólks og fíkla.

Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem hafa verið sendar til borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert