Saka lögregluna um offors

Lögreglan tekur niður tjöld á Austurvelli.
Lögreglan tekur niður tjöld á Austurvelli. Gagnauga

Mótmælendur sem tjölduðu á Austurvelli í nótt saka lögregluna um að fara fram með offorsi þegar hún tók niður tjald þeirra í morgun og ekki gefið þeim kost á að taka það niður sjálfir. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, segir þetta rangt og að þeir hafi verið margbeðnir um að opna tjaldið.

Vefsíðan Gagnauga hefur það eftir tveimur nafnlausum mótmælendum að lögreglan hafi unnið óþarfa skemmdir á tjaldi þeirra með hnífi.

Er það haft eftir öðrum þeirra að mótmælendunum hafi ekki verið kostur á að taka niður tjaldið sjálfir áður en lögreglan skar gat á eitt þeirra. Þá sakar mótmælandinn lögreglumennina um fantaskap og að hafa ítrekað hrint sér þegar þeir gengu fram hjá honum. Þá hafi lögregla í engu skeytt um skemmdir á raftækjum og öðru sem var inni í tjaldinu þegar það var rifið niður.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta hins vegar alrangt. Einn maður hafi verið inni í tjaldinu sem neitaði að opna tjaldið þrátt fyrir að lögregla hafi margbeðið um að það.

Hann neitaði því hins vegar og var því brugðið á það ráð að skera tjaldið opið. Var maðurinn handtekinn í kjölfarið fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu að sögn Geirs Jóns.

Frásögn mótmælenda á Gagnauga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert