110% leið nær ekki markmiði sínu

Framkvæmd 110% leiðarinnar hefur verið tímafrek, flókin og dýr. Hefur hún verið útfærð þröngt og ekki náð því markmiði sem stefnt var að. Kom þetta fram í kynningu eftirlitsnefndar með framkvæmd sértækrar skuldaaðlögunar á fundi velferðarnefndar Alþingis sem nú stendur yfir.

María Thjell, formaður nefndarinnar, sagði velferðarnefnd Alþingis, að það væri mjög miður að ekki hafi tekist að samræma framkvæmd 110% leiðarinnar. Hún hafi verið útfærð á mismunandi hátt eftir fjármálastofnunum og ógjörningur sé fyrir fólk sem ætlar að sækja um úrræðið átta sig á hvernig það sé gert hjá hverjum banka. Það sé algerlega ótækt.

Þetta leiði til þess að mjög mismunandi niðurstaða fáist í málum sem séu algerlega sambærileg, aðeins vegna þess hvar þau séu afgreidd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert