Beint framlag til ESB 13-15 milljarðar árlega

Fáni Evrópusambandsins.
Fáni Evrópusambandsins. Reuters

Beint framlag íslenska ríkisins til Evrópusambandsins eftir hugsanlega aðild að sambandinu yrði að öllum líkindum á bilinu 13-15 milljarðar íslenskra króna árlega. Þetta kemur fram á Evrópuvefnum sem svar við spurningunni „Hver yrði árlegur kostnaður Íslands við aðild að ESB?“

Fram kemur að erfitt sé að meta hversu mikið Ísland fengi til baka í formi styrkja. Það velti aðallega á niðurstöðum aðildarviðræðna en einnig á frumkvæði Íslendinga við að sækja um styrki.

„Útreikningar og samanburður við framlög aðildarríkja ESB gefa til kynna að nettóframlag Íslands, það er greiðslur til ESB að frádreginni heildarfjárhæð styrkja, gæti orðið á bilinu 3-6 milljarðar íslenskra króna á ári hverju, sé miðað við vergar þjóðartekjur árið 2010. Til samanburðar má áætla að nettóframlag Íslands til EES-samstarfsins hafi verið um 2,9 milljarðar íslenskra króna árið 2010,“ segir á Evrópuvefnum, sem er upplýsingaveita um Evrópusambandið og Evrópumál.

Þar kemur jafnframt fram að þetta mat sé háð þó nokkurri óvissu og beri því að taka með fyrirvara. Hér sé einungis um að ræða beinan kostnað og tekjur íslenska ríkisins af hugsanlegri aðild en ekki kostnað eða hagnað þjóðarbúsins í heild sinni.

Nánar um málið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert