Október var hlýr en blautur

Votviðri í Reykjavík.
Votviðri í Reykjavík. mbl.is/Golli

Nýliðinn októbermánuður var fremur hlýr um mestallt land, hlýjastur að tiltölu austanlands en svalastur á Vestfjörðum. Úrkomusamt var í flestum landshlutum og óvenjumikil úrkoma á fáeinum veðurstöðvum. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Meðalhiti í Reykjavík mældist 5,0 stig og er það 0,6 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en í meðallagi síðasta áratugar. Meðalhiti á Akureyri var 3,4 stig og er það 0,4 stigum ofan meðallags. Á Höfn í Hornafirði var meðalhiti 5,7 stig, 1,2 stigum hærra en í meðalári. Á Hveravöllum var meðalhitinn -0,7 stig og er það 0,5 stigum ofan meðallags.

Að tiltölu varð hlýjast á Fljótsdalshéraði. Hiti á Egilsstöðum var 2,2 stigum ofan meðallags, en kaldast var að tiltölu á Vestfjörðum, hiti 0,2 stigum undir meðallagi í Bolungarvík.

Október telst vera úrkomusamur. Í Reykjavík mældist úrkoman 104,3 millimetrar og er það 22% umfram meðallag. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 70% umfram meðallag, enn meiri var úrkoman þó í október 2007. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist úrkoman 56% umfram meðallag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert