Rugla ökumenn í ríminu

Gengið verður frá vegamótunum næsta sumar.
Gengið verður frá vegamótunum næsta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki verður gengið frá vegamótum á nýjum Suðurlandsvegi fyrr en næsta sumar. Umferð var hleypt á tvöfaldan Suðurlandsveg frá Lögbergsbrekku austur fyrir Litlu kaffistofuna í byrjun október, en ekki hefur verið gengið frá vegamótum nýja kaflans og merkingum.

Ný gerð vegamóta er á kaflanum og verða sumir ökumenn óöruggir þegar farið er þarna um. Sérstaklega eru nefndar flækjur í kringum Bláfjallaafleggjarann og Litlu kaffistofuna. Ekki sé fullkomlega ljóst hvernig eigi að fara um vegamótin, til dæmis þegar ekið sé af Bláfjallavegi og út á Suðurlandsveg til Reykjavíkur. Voðinn sé vís við erfið akstursskilyrði í myrkri.

Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, viðurkennir að vegamótin séu fullflókin, eins og er, en segir að enginn vafi muni leika á því hvaða leið beri að fara þegar framkvæmdum verður lokið.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Vegagerðinni ábendingar um úrbætur á merkingum, eftir opnun vegarins, til að ökumenn rugluðust síður í ríminu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert