SI óska eftir afskiptum FME

Farið er á leit við Fjármálaeftirlitið að það beini þeim …
Farið er á leit við Fjármálaeftirlitið að það beini þeim tilmælum til lánastofnana að þær virði skýra og afdráttarlausa niðurstöðu Hæstaréttar. mbl.is/Sigurgeir

Samtök iðnaðarins hafa sent bréf til Fjármálaeftirlitsins þar sem farið er fram á að það beini þeim tilmælum til lánastofnana að þær virði skýra og afdráttarlausa niðurstöðu Hæstaréttar.

Farið er fram á að það gefi út sambærileg tilmæli til lánastofnana og gefnar voru út til þeirra, þann 30. júní 2010 og 14. september 2010 og kalli eftir upplýsingum frá lánastofnunum um lausafjárstöðu og eiginfjárstöðu þeirra.

„Með dreifibréfi Fjármálaeftirlitsins til lánastofnana um meðferð rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamninga, dags. 14.09.2010, beindi Fjármáleftirlitið þeim tilmælum til lánastofnana að á meðan ekki hefði verið endanlega skorið úr um hvort rekstrar-, einka- og fjármögnunarleigusamningar féllu undir gildissvið VI. kafla vaxtalaga og hvort þeir innihéldu óskuldbindandi gengistryggingaákvæði, skyldu meðferð slíkra eignaleigusamninga vera með sama hætti og umræddra kaupleigusamninga viðkomandi lánastofnana. 

Ljóst er að lánastofnanir urðu ekki við umræddum tilmælum Fjármálaeftirlitsins,“ segir í tilkynningu frá SI.

SI segir að dómur Hæstaréttar frá 20. október sl. í máli Íslandsbanka gegn þrotabúi Kraftvélaleigunnar sé skýr og afdráttarlaus. Þar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að fjármögnunarleigusamningur væri í raun lánssamningur. SI bendir á að það komi m.a. fram í dómsniðurstöðunni að þó að samningurinn sé nefndur fjármögnunarleigusamningur sé það heiti nafnið tómt. Gengistrygging samningsins hafi því verið í andstöðu við ákvæði vaxtalaga, sbr. fyrri dóma réttarins frá 16. júní 2010.

„Það vakti því furðu að strax í kjölfar dómsuppkvaðningar sendi Lýsing frá sér yfirlýsingu á heimasíðu sinni um að niðurstaða Hæstaréttar hefði ekki fordæmisgildi gagnvart fyrirtækinu þar sem samningur Íslandsbanka væri í veigamiklum atriðum frábrugðinn fjármögnunarleigusamningum Lýsingar. Ekki var að finna í umræddri yfirlýsingu skýringar á því að hvaða leyti samningarnir væru frábrugðnir samningi Íslandsbanka. Á fundi með Lýsingu í gær gengu SI eftir að upplýst væri hver hin frábrugðnu atriði væru. Við því var ekki orðið,“ segir SI.

Nánar á vef Samtaka iðnaðarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert