Handteknir en látnir lausir

Frá blaðamannafundi lögreglunnar þar sem þýfið úr Michelsen-ráninu var opinberað. stækka

Frá blaðamannafundi lögreglunnar þar sem þýfið úr Michelsen-ráninu var opinberað. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Tveir af þremur Pólverjum sem eru eftirlýstir vegna ráns í úraverslun Michelsen á Laugavegi voru handteknir í síðustu viku í smábæ í Póllandi en sleppt á ný. Þeir ganga nú lausir. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Enginn framsalssamningur er milli Íslands og Póllands. Af þeim sökum lét pólska lögreglan tvo af Pólverjunum þremur lausa.

Maðurinn sem lögreglan handtók vegna ránsins í verslun Franks Michelsens var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 10. nóvember nk. Sá kom á bíl til landsins með Norrænu og var greinilega ætlað að fara með ránsfenginn úr landi. Mennirnir þrír sem rændu verslunina komust hins vegar úr landi með flugi til Danmerkur daginn eftir ránið. Hafa þeir verið eftirlýstir og alþjóðleg handtökuskipun gefin út.

Allt eru þetta pólskir ríkisborgarar á fertugsaldri og ekki talið að þeir hafi áður komið til landsins. Notuðust þeir við þrjá stolna bíla á flótta sínum frá versluninni. Úrin sem þeir tóku, 49 að tölu, þar af 40 Rolex-úr, eru talin jafnvirði 50-70 milljóna króna.

Mennirnir heita Grzegorz Marcin Novak, 34 ára, Pawel Jerzy Podburaczynski, 36 ára, og Pawel Artur Tyminski, 33 ára.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda

Bloggað um fréttina

Loka

Innlent »

Líklega slasaður eftir fall

16:54 Landvörður á Hesteyri er kominn til mannsins sem fannst slasaður innarlega í firðinum fyrr í dag. Þá eru um 18 björgunarsveitarmenn á leiðinni til hans. Ekki er ljóst hvað gerðist en svo virðist sem hann hafi dottið. Þyrlan þurfti frá að hverfa til að sækja slasaðan mótorhjólamann, en heldur nú vestur. Meira »

Sigurður VE á leið til Íslands

16:21 Nýjasta viðbótin við skipaflota Ísfélags Vestmannaeyja, uppsjávarskipið Sigurður VE er nú á leið til landsins frá Tyrklandi, þar sem það hefur verið í smíðum. Lagði skipið af stað í gærmorgun og er áætlað að ferðin taki um 12 daga. Meira »

Leitað að 13 ára dreng

16:04 Lögreglan á Hvolsvelli leitar að dreng á fjórtánda ári, Guido Javier Japke Varas. Guido fór að heiman frá sér á Hellu á fimmtudag og hefur ekki skilað sér heim síðan. Vitað er af honum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Meira »

Rúta vegur salt á veginum

15:26 Vegurinn um Vatnsvík á Þingvöllum er nú lokaður tímabundið meðan unnið er að því að koma rútu á réttan kjöl. Bílstjórinn missti annað hjólið út fyrir vegkantinn þegar hann var að snúa og vegur rútan salt þvert yfir veginn. Meira »

Hafa engan stað til að flýja á myndskeið

14:15 Magnea Marinósdóttir starfar fyrir kvennréttinda- og friðarsamtök í Jerúsalem og segir ástandið skelfilegt á þessum slóðum. Hún segir íbúa Gaza búa við það að njóta ekki þeirra forréttinda að geta flúið líkt og flestir aðrir í heiminum. Meira »

Guðríður orðin eldri en Halldóra

12:04 Guðríður Guðbrandsdóttir í Reykjavík, sem varð 108 ára í maí, er nú orðin fjórði elsti Íslendingur sögunnar, en Halldóra Bjarnadóttir á Blönduósi, sem dó 1981, hafði verið í fjórða sætinu síðustu átta ár. Meira »

Sækja slasaðan göngumann

14:24 Björgunarsveitir á Vestfjörðum hafa verið kallaðar út vegna slasaðs göngumanns í Hesteyrarfirði. Maðurinn fannst meðvitunarlítill og illa búinn fyrir skömmu. Meira »

Nauðlenti með veikan farþega

12:49 Flugvél af gerðinni Airbus A-380 frá British Airways, sem var á leiðinni frá London til Los Angeles, þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir hádegi í dag eftir að farþegi veiktist á leiðinni. Vélin var stödd yfir Langjökli þegar samband var haft við flugvöllinn og því fyrirvarinn stuttur. Meira »

Vilja rannsókn á fundum Sigga hakkara og FBI

10:59 WikiLeaks-samtökin hafa farið fram á að rannsókn verði gerð á því hvort dönsk yfirvöld hafi brotið lög þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) áttu fundi með Sigga hakkara á þremur stöðum í Danmörku. Meira »

Yfir 50 áfangastaðir

10:39 Met í ferðaþjónustunni falla hratta þessi misserin og í júní var enn eitt slegið. Þá var flogið áætlunarflug til fimmtíu og einnar borgar og auk þess var boðið upp á leiguflug til nokkurra staða. Samkvæmt talningum Túrista hafa áfangastaðirnir ekki áður verið jafnmargir. Meira »

Leitar á slóðir afa síns í hernáminu

10:30 Íslendingar eru ekki þeir einu sem hafa áhuga á ættfeðrum sínum. Englendingurinn Jon Kay ætlar að ferðast um landið á þá staði, þar sem afi hans, Abel Stone, gegndi herþjónustu fyrir breska herinn á hernámstímabilinu. Kay er verkfræðingur og vinnur um þessar mundir tímabundið í álverinu í Straumsvík. Meira »

Aldrei hafa jafnmargir náð í mark

10:17 Alls komu 330 hlauparar af þeim 345 sem lögðu af stað í Landmannalaugum í mark í Þórsmörk í gær. Aldrei hafa fleiri hlauparar náð að ljúka Laugavegshlaupinu en nú, en árið 2009 luku 313 hlaupinu. Meira »

Útifundur á Lækjartorgi myndskeið

09:54 Félagið Ísland-Palestína mun standa fyrir útifundi á Lækjartorgi klukkan 17 á morgun vegna atburðanna fyrir botni Miðjarðarhafs undanfarna daga. Meira »

Brunarústir fjarlægðar í Skeifunni

09:23 Stórvirk vinnutæki vinna við niðurrif á húsnæðinu sem áður hýsti verslun Griffils. Rannsókn tæknideildar á upptökum eldsvoðans í Skeifunni 11 fyrir viku er lokið. Meira »

Tveir í haldi vegna líkamsárásar

07:07 Tveir gista fangaklefa lögreglunnar á Akureyri eftir líkamsárás á veitingastað í bænum í nótt.  Meira »

Enn óvissustig á Sólheimasandi

09:30 Óvissustig almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra er enn í gildi vegna Jökulsár á Sólheimasandi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Má bjóða þér plöntu eða fræ?

08:05 Plöntuskiptidagur verður í Laugargarði, sem er við hliðina á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, eftir hádegi. Hægt verður að koma með plöntur og fræ og fá eitthvað nýtt og spennandi í staðinn. Meira »

Reyktu kannabis við Þjóðarbókhlöðuna

06:54 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók fíkniefni af þremur rúmlega tvítugum konum sem voru í bifreið við Þjóðarbókhlöðuna og voru að meðhöndla kannabis skömmu eftir miðnætti. Meira »
HÓPFERÐABÍLAR
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílst...
Útungunarvél til sölu (40 eggja)
Covatutto 40 Vélin þarfnast endurnýjunar á hitamæli og snúningstöng! Varah...
Coleman Taos 1999
Ný dekk og hjólalegur góð markísa með renndum hliðum og góðum geymslukassa aftan...
Íbúð í Brekkugerði
Sæt reyklaus 2 herb. 60 fm. Viljum bara ábyggilega og góða leigjendur . Engin gæ...
 
One hellisheiðavirkjun
Tilboð - útboð
ÚTBOÐ Orkuveita Reykjavíkur óskar ef...
Samaugl 15677 15686 15693 15681
Tilboð - útboð
*Nýtt í augl...
Deiliskipulag
Tilkynningar
      ...
Þjónustustjóri/útgerðútgerðaryrirtæki ós
Stjórnunarstörf
Þjónustustjóri/...