Rjúpnaskyttur fóru um lönd í leyfisleysi

Margir reyna nú að krækja sér í rjúpu.
Margir reyna nú að krækja sér í rjúpu. mbl.is/Sverrir

Lögreglan á Vestfjörðum segir að rjúpnaskyttur hafi verið talsvert á ferðinni í umdæminu um liðna helgi. Segir lögreglan að eitthvað hafi verið um að skyttur hafi verið að fara um landareignir í leyfisleysi.

Vill lögregla benda rjúpnaskyttum á að kynna sér hvar þær geta stundað skotveiði áður en lagt er af stað til veiða, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. 

Þá segir lögreglan að útafakstur hafi orðið á Bíldudalsvegi/Hálfdan í gær. Þar hafnaði bifreið út fyrir veg. Engin slys urðu á fólki.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert