Harpa vill 730 milljóna lán

Meira er um tónleika en minna um ráðstefnur í Hörpu, …
Meira er um tónleika en minna um ráðstefnur í Hörpu, miðað við áætlanir. mbl.is/Kristinn

Allt stefnir í að ríki og borg láni 730 milljónir til Austurhafnar-TR sem er skráður eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Borgarráð samþykkti lánið fyrir helgi og ríkið hefur gefið vilyrði sitt fyrir láninu.

Með því að fá lánið getur Austurhöfn-TR frestað því að efna til skuldabréfaútboðs þangað til betri kjör bjóðast á fjármálamarkaði.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að lánið var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu í borgarráði og bíður lokasamþykktar borgarstjórnar. Um leið var bókað að borgarráð legði áherslu á að stjórnarfyrirkomulag þeirra félaga sem koma að rekstri Hörpu verði þegar einfaldað og ábyrgð á rekstrinum gerð skýr og gegnsæ.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert