EasyJet flýgur til Íslands

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet ætlar að hefja flug til Íslands þann 27. mars á næsta ári.  Flogið verður um Luton flugvöll í nágrenni Lundúna en alls verður flogið þrisvar í viku til Íslands, á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, að því er fram kemur á vef félagsins. Stefnt er að því að fljúga allt árið um kring..

Blaðamannafundur easyJet hefst fljótlega í Hörpunni þar sem áætlanir félagsins verða kynntar.

Byrjað verður að selja miða í flug til og frá Íslandi á morgun og eru ódýrustu miðarnir á 32,99 pund, 6.100 krónur aðra leiðina. Fargjaldið fyrir flugmiða fram og til baka verður 58,81 pund, 10.900 krónur, með sköttum.

Paul Simmons, framkvæmdastjóri easyJet í Bretlandi, segir flugið til Íslands afar spennandi valkost fyrir bæði fólk á viðskiptaferðalögum sem og ferðamenn.

Sjá nánar hér

easyJet kynnti Íslandsflug fyrir blaðamönnum í morgun
easyJet kynnti Íslandsflug fyrir blaðamönnum í morgun mbl.is/Sigurgeir
Frá kynningu easyJet í dag
Frá kynningu easyJet í dag mbl.is/Sigurgeir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert