Heitar pönnukökur á Bessastöðum

mbl.is/Ómar

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaief forsetafrú, bjóða erlendum ferðamönnum að þiggja íslenskar pönnukökur í forsetabústaðnum á Bessastöðum á morgun.

Þá munu hjónin bjóða gestum sínum að skoða Bessastaðakirkju og fjölskrúðugt fuglalíf í nágrenni Bessastaða, að því er segir í tilkynningu.

Þar segir að heimboðið sé liður í markaðsátakinu Inspired by Iceland, en undanfarnar vikur hafi Íslendingar um allt land tekið þátt í átakinu og boðið ferðamönnum að kynnast landi og þjóð með persónulegum hætti. 

Segir að heimboð forsetans hafi vakið mikla athygli erlendis, og dæmi séu þess að fólk hafi ferðast hingað til lands gagngert til þess að þiggja þetta boð.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert