Olían allt að 11 krónum dýrari

mbl.is/Jim Smart

Olís, ÓB og Skeljungur hækkuðu öll lítraverðið á dísilolíu um þrjár krónur í dag, fór það úr 238,90 krónum í 241,90 krónur hjá Olís og Skeljungi og úr 238,60 krónum í 241,60 krónur hjá ÓB.

Það var N1 sem reið á vaðið og hækkaði verðið á þriðjudag en hjá Atlantsolíu kostar lítrinn 238,60 krónur og hjá Orkunni 238,50 krónur.

Er lítrinn af dísilolíu nú orðinn allt að ellefu krónum dýrari en bensínlítrinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert