220 björgunarmenn leita enn

Um 220 björgunarsveitamenn leita sænska ferðamannsins við Sólheimajökul. Leitin hefur enn engan árangur borið. Lögð er áhersla á að leita á jöklinum sjálfum en aðstæðurnar eru erfiðar, jökullinn er háll og sprunginn og því hættulegur yfirferðar.

Þá leita átta hundateymi mannsins við rætur jökulsins auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á flugi yfir svæðið.

Veður er enn þokkalegt og útlit fyrir að verra veður, sem spáð var um hádegisbil, verði seinna á ferðinni. 

Maðurinn sem leitað er að er 25 ára gamall Sví sem búið hefur í Bretlandi um nokkurra ára skeið. Hann var einn á ferð hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert