Íslenskar matvörur samkeppnishæfar

Bændasamtök Íslands segja að könnun á verði landbúnaðarvara í fimm verslunum á Norðurlöndunum um miðjan október hafi leitt í ljós að íslenskar afurðir séu samkeppnisfærar við vöruverð annars staðar á Norðurlöndunum.

Vörurnar voru valdar þannig að ætla mætti að þær væru algengar í innkaupakörfum og gætu talist sambærilegar milli landa. Þannig var t.d. sneitt hjá unnum kjötvörum.

Kannað var verð á léttmjólk, 17% osti, smjöri, svínakótelettum, ferskum, heilum kjúklingi, nautahakki, eggjum, kartöflum og tómötum.

Verslanirnar sem bornar voru saman eru Bónus á Fiskislóð, Netto í Danmörku, Rema í Danmörku, Ica Kvantum í Svíþjóð og Remi í Noregi.

Könnunin var gerð vikuna 12.–20. október af starfsmönnum bændasamtaka viðkomandi landa.  Verðið var reiknað yfir í íslenskar krónur á gengi 19. október.

Frétt Bændablaðsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert