„Herra Ekkert berst við frú Ekkert“

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fátt lýsi betur ótta og eymd Sjálfstæðisflokksins en nýjasta nýtt úr átökunum um formennskuna í flokknum. „Herra Ekkert berst um formannsstólinn í gamla valdaflokknum við frú Ekkert.“

Þetta kemur fram á bloggvef Marðar.

Hann segir að Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir neiti að svara 11 spurningum Fréttablaðsins um afstöðu til brýnna úrlausnarmála í samfélaginu. M.a. um gjaldmiðilinn, fiskveiðistjórnina, velferðarniðurskurð, bankafyrirtækin, skuldavanda heimilanna og stjórnarskrárbreytingarnar.

Formannsefnin hafi hér með ákveðið að gerilsneyða baráttu sína pólitísku innihaldi, „einmitt á þeim tímum að ekkert skiptir meira máli í pólitík en innihald,“ segir hann.

„Á Íslandi hinu nýja býður Sjálfstæðisflokkurinn hinsvegar upp á eitt stórt málefnalegt Núll. Herra Ekkert berst um formannsstólinn í gamla valdaflokknum við frú Ekkert,“ skrifar hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert