Maðurinn fundinn

Maðurinn fannst á Sólheimajökli.
Maðurinn fannst á Sólheimajökli. mbl.is/Jónas Erlendsson

Búið er að finna sænska ferðamanninn sem björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa leitað að á Sólheimajökli. Þetta staðfestir Jónas Guðmundsson, svæðisstjóri vettvangsstjórnar, í samtali við mbl.is. Búið er að afturkalla leitina.

Björgunarsveitarmenn fundu manninn kl. 11:55 í sprungu ofarlega á jöklinum.

Jónas segir að fjallabjörgunarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar séu að athafna sig á jöklinum, en aðstæður eru mjög erfiðar. Sólheimajökull er erfiður yfirfærðar og landslagið meðal annars svart af ösku.

Hátt í 300 björgunarsveitarmenn hófu leit að ferðamanninum við Sólheimajökul í birtingu í morgun. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Þá hefur lögreglustjóraembættið á Hvolsvelli hefur sent frá sér tilkynningu þar sem björgunarsveitafólki, starfsmönnum Landhelgisgæslunnar sem og öðrum sem lagt hafa dag við nótt síðustu daga við leitina að Daniel Markus Hoij, eru færðar þakkir. Fram kemur að aðstæður til leitar hafi verið gríðarlega erfiðar og krafist mikillar fagmennsku af þeim sem að henni komu.

Björgunarsveitarmenn við leit á Sólheimajökli. Myndin var tekin í gær.
Björgunarsveitarmenn við leit á Sólheimajökli. Myndin var tekin í gær. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert