Jarðskjálftar í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull og nágrenni.
Mýrdalsjökull og nágrenni. Loftmyndir

Þónokkrir jarðskjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli í dag en flestir litlir. Jarðskjálfti sem mældist kl. 17:55 í Mýrdalsjökli og fékk stærðina 3,8 úr sjálfvirkri úrvinnslu reyndist eftir yfirferð gagna aðeins vera 1,2 að stærð. Annar skjálfti sem varð kl. 21:03 fékk stærðina 3,3 úr sjálfvirkri úrvinnslu, en eftir yfirferð var hann rétt undir 3 að stærð.  

Hér má sjá skjálftarit frá Goðabungu, sem sýnir virknina í námunda við skjálftastöðina síðustu klukkutímana, en seinni skjálftinn kemur þar greinilega fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert