Kostnaðarsamar krabbameinsmeðferðir

Fjölmargar konur greinast með brjóstakrabbamein árlega
Fjölmargar konur greinast með brjóstakrabbamein árlega mbl.is/Golli

Dæmi eru um að sjúklingar hafa þurft að greiða tæpar 200 þúsund krónur fyrir spítalameðferð við brjóstakrabbameini. Sé endurhæfing og lyfjakostnaður samkvæmt nýju frumvarpi tekinn með er kostnaður sjúklings nærri 370 þúsund krónur. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

Fréttastofa Sjónvarps fékk uppgefinn hjá Landspítalanum kostnað sem þrjár konur þurftu að bera vegna brjóstakrabbameinsmeðferðar á þessu ári og í fyrra. Þótt sjúklingar greiði ekki sjálfir fyrir skurðaðgerðir og geislameðferðir þurfa þeir að greiða komugjald á krabbameinsdeild og fyrir ýmsar rannsóknir, þótt þeir fái afsláttarskírteini. Þannig þurfti til að mynda ein kvennanna þriggja að opna veskið 61 sinni á hálfu öðru ári og borga samtals 195 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert