Vindmyllur á Íslandi innan árs

Landsvirkjun hyggst reisa tvær vindmyllur á næsta ári. Þetta segir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdarstjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, en stofnkostnaður við slíkar virkjanir hefur lækkað umtalsvert og það gerir kostinn samkeppnishæfan við þá sem fyrir eru.

Vindmyllurnar sem verða um 45 metra háar og framleiða um 2 megawött samtals, munu rísa nálægt Búrfellsvirkjun og Blönduvirkjun en þannig má nýta aðstöðu og mannskap sem fyrir er. Þetta kom fram á haustfundi Landsvirkjunar sem haldin var fyrr í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert