Þak sett á kostnað frambjóðenda

Frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Kristinn

Frambjóðendur til trúnaðarstarfa á vegum Sjálfstæðisflokksins „skulu skrifa undir drengskaparheit þess efnis að fyrri og núverandi fjárhagsleg umsvif sín muni ekki gera þá á nokkurn hátt vanhæfa í stöfum sínum sem sveitarstjórnarmenn eða alþingismenn né valda flokknum eða frambjóðandanum sjálfum skaða.“

Þannig segir í tillögum fjármálanefndar flokksins, sem lagðar verða fyrir landsfundinn, sem hefst á morgun. Í reglunum sem nefndin hefur samið segir einnig að þær flokkseiningar sem fara með val á lista hverju sinni skuli setja reglur um hámarkskostnað frambjóðenda.

„Flokkseiningum er heimilt að færa viðkomandi frambjóðanda neðar á lista eða jafnvel taka hann af listanum, brjóti hann reglurnar,“ segir í tillögum nefndarinnar.

Þá er lögð til sú regla að allir frambjóðendur verði að vera tilbúnir að skrá fjárhagslega hagsmuni sína fyrirfram, líkt og reglur um þingmenn gera ráð fyrir.

Samhliða tillögum fjármálanefndar hefur siðanefnd flokksins einnig skilað sínum tillögum að reglum um starfshætti og vinnubrögð sem fulltrúar og starfsmenn Sjálfstæðisflokksins haldi í heiðri. „Frambjóðendur skulu leggja fram bráðabirgðamat á kostnaði og yfirlit um stærstu styrktaraðila áður en kosning fer fram í samræmi við ákvörðun kjörstjórnar,“ segir í tillögum siðanefndar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert