Fimmtán bjóða sig fram

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Fimmtán fulltrúar eru í kjöri til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum. Kjósa á ellefu fulltrúa.

Skilafrestur framboða rann út í dag en kosið verður á morgun.

Þau eru í kjöri:

Ásthildur Sturludóttir
Einar Bárðarson
Elín Káradóttir
Elínbjörg Magnúsdóttir
Guðbjörg Pétursdóttir
Ingvar Garðarsson
Jens Garðar Helgason
Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Kjartan Örn Sigurðsson
Ólafur Jónsson
Sigríður Kristjánsdóttir
Sigurður Örn Ágústsson
Sigþrúður Ármann
Sveinn Halldórsson

Samkvæmt núgildandi skipulagsreglum, sem raunar eru tillögur um að breyta á þessum landsfundi, skal landsfundur kjósa ellefu fulltrúa í miðstjórn, auk formanns og varaformanns. Þingflokkur sjálfstæðismanna kýs fimm þingmenn. Þá eru fulltrúar landssambanda og kjördæmisráða sjálfkjörnir í miðstjórn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert