Kynna áfanga að losun hafta

Á næstu mánuðum mun Seðlabankinn standa fyrir svonefndri fjárfestingaleið, gjaldeyrisútboðum þar sem hann mun kaupa erlendan gjaldeyri í skiptum fyrir krónur til innlendrar fjárfestingar, hvort sem er í ríkisskuldabréfum eða atvinnulífinu enda sé fjárfestingin bundin til langs tíma, minnst fimm ára.

Einnig fá menn að nota með ákveðnum skilyrðum svonefndar aflandskrónur til að fjárfesta hérlendis.

Opnað var á sínum tíma fyrir fjárfestingar í ríkisskuldabréfum en að sögn Más Guðmundssonar hefur lítil hreyfing verið í þeim efnum frá því í ágúst. Ljóst er að menn fara afar varlega af ótta við að erlendir fjárfestar, sem brunnu inni hérlendis með innlend ríkisskuldabréf upp á hundruð milljarða króna 2008, þegar höftin voru sett á, muni flýta sér að selja þau ef losað verði um höftin. Myndi það ógna gjaldeyrisforða Seðlabankans sem að mestu er fenginn að láni hjá öðrum ríkjum.

„Frá okkar bæjardyrum séð er allt af hinu góða sem lýtur að því að losa um þessi gjaldeyrishöft,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. „Við fögnum því að Seðlabankinn skuli stíga þetta skref en það hefði þurft að gera það fyrir löngu.“ Hann sagðist aðspurður álíta að með þessu gæti tekist að ýta undir fjárfestingu sem mikil þörf væri á.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert