Ísland verði nettógreiðandi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. Reuters

„Ég tel að það sé mjög líklegt að við verðum nettógreiðendur [til ESB]. Hversu mikið? Ég er ekki alveg viss um það. Ég hef kannski trú á að það verði á bilinu 1 - 3 milljarðar,“ sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra á opnum fundi í utanríkismála- og atvinnuveganefnd í dag. Þar var rætt um stöðu viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Össur tók hins vegar fram að upphæðin væri umdeilanleg.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bar upp fyrirspurnina en hann spurði Össur hvort Ísland verði ekki ávallt nettógreiðendur inn í Evrópusambandið, þ.e. að Ísland muni greiða meira til sambandsins en það fái til baka frá því.

„Ég tel að það sé í þágu okkar að við klárum þessar viðræður. Reynum að ná eins góðum samningi og við getum og látum þjóðina greiða um það atkvæði, hvort hún vill standa innan Evrópu,“ sagði Össur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert