Uppsagnir hjá Íslandsbanka

Birna Einarsdóttir bankastjóri ræddi við starfsmenn Íslandsbanka í dag.
Birna Einarsdóttir bankastjóri ræddi við starfsmenn Íslandsbanka í dag. mbl.is/Golli

Í kjölfar sameiningar Íslandsbanka og Byrs verða uppsagnir í höfuðstöðvum Íslandsbanka. Þetta tilkynnti Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, á fundi með starfsmönnum síðdegis.

Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, staðfesti að Birna hefði tilkynnt starfsmönnum að uppsagnir væru óumflýjanlegar. Reynt yrði að eyða óvissu sem fyrst. Stefnt er að því að tilkynna uppsagnir á allra næstu dögum.

Á fundinum kom ekki fram hversu mörgum yrði sagt upp, en uppsagnirnar ná bæði til starfsmanna hjá Íslandsbanka og Byr. Jafnframt kom fram að útibú yrðu sameinuð þar sem mjög stutt væri á milli útibúa á nokkrum stöðum. Sameining útibúa hefst eftir áramót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert