Veiddi óvenjufeitan ref

Þessi óvenjulega bústni refur var skotinn í fjalli ofan við …
Þessi óvenjulega bústni refur var skotinn í fjalli ofan við Lundarreykjadal í Borgarfirði í síðustu viku. mbl.is/Birgir

„Hann var mjög þungur, miklu þyngri en venjuleg fullorðin tófa,“ sagði Birgir Hauksson tófuskytta sem veiddi óvenjuþungan ref í fjalli ofan við Lundarreykjadal á föstudaginn var. Birgir bar refinn til byggða.

„Hann seig alveg verulega í. Ég var margsinnis að því kominn að skera af honum skottið og henda honum en það varð ekki af því,“ sagði Birgir. Hann var búinn að sjá refinn neðan af vegi og vissi því af honum. Á föstudaginn fór hann í refaleit upp á fjall. „Það eru blettir sem maður þekkir þar sem þær sofa og maður fer og gáir á þá. Það var auðvelt að sjá hann því það var autt.“

Refurinn var yrðlingur frá því í vor en orðinn akfeitur og því ljóst að hann hefur haft nóg að éta. Birgir taldi líklegt að hann hefði legið í hræjum og jafnvel komist í einhvern úrgang.

„Hann hefur allavega ekki lifað á rjúpu, það er alveg á hreinu því hún er nánast aldauða á þessu svæði eins og annars staðar í Borgarfirðinum,“ sagði Birgir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert