Jóhanna svarar gagnrýni ASÍ

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, svarar gagnrýni Gylfa Arnbjörnssonar, forseta Alþýðusambands Íslands, á samskiptavefnum Facebook í dag en Gylfi gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í gær, m.a. fyrir að gera lítið til að aðstoða þá sem reiða sig á framfærslu frá hinu opinbera.

Sendi miðstjórn ASÍ frá sér ályktun þar sem m.a. segir að ríkisstjórnin hafi ekki hækkað bætur til samræmis við það sem kveðið er á um í kjarasamningum.

„Hvílíkur málflutningur! Hækkunin í sumar til lífeyrisþega var 8,1% meðan meðalhækkun launa var 4,25%. Tvö ár í röð hefur ríkisstjórnin tekið upp þá nýbreytni að greiða 600-700 milljónir til atvinnulausra í desemberuppbót. Þann 1. febrúar munu allar bætur hafa hækkað um 12%, meira en almennar launahækkanir samanlagt á öllu kjarasamningstímabilinu. Þá mun lágmarkstrygging lífeyrisþega hafa hækkað um 61% í stjórnartíð SF en lægstu laun á almennum markaði um rúm 50%,“ segir Jóhanna á Facebook-síðu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert