Landeigendur harma niðurstöðuna

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum.

„Við landeigendur hörmum þessa niðurstöðu og munum skoða okkar mál í framhaldinu áður en við tjáum okkur meira um það,“ segir Jóhannes Hauksson, einn eigenda jarðarinnar á Grímsstöðum á Fjöllum.

Huang Nubo, stjórnarformaður fjárfestingarfélagsins Zhungkun, sem sérhæfir sig í fasteignaviðskiptum og ferðaþjónustu, keypti um 72% jarðarinnar Grímsstaða á Fjöllum í ágúst.

Eigendur landsins eru Guðný María og Jóhannes Haukur Hauksbörn með 50% eignarhlut í gegnum Grímsstaði I, Sigurður Axel Benediktsson, Kristín Axelsdóttir og Elvar Daði Guðjónsson í Grímstungu I og Bragi Benediktsson í Grímstungu II með samtals um 25% eignarhlut og ríkið með um 25% hlut í gegnum Grímsstaði II, að því er fram kom í fréttaskýringu Morgunblaðsins um jarðarkaup Huangs í lok ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert