Listaverk undanþegin vaski

Fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp sem felur í sér að fleiri listaverk verði undanþegin virðisaukaskatti. Við breytingarnar er höfð hliðsjón af dönskum lögum og virðisaukaskattstilskipunar ESB.

Listaverkin sem verða undanþegin virðisaukaskatti eru málverk, teikningar, pastelmyndir, klippimyndir og áþekk veggskreytispjöld, frumverk af stungum, þrykki, steinprenti, frumverk af höggmyndum og myndastyttum, veggteppi, veggvefnaðarvara, einstakir leirmunir handgerðir að öllu leyti af listamanni og merktir honum, verk úr glerjuðum kopar og ljósmyndir sem listamaður tekur, eru prentaðar af honum eða undir hans umsjón, áritaðar og númeraðar að hámarki í 30 eintökum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert