Kanna á ný kosti raflestar

Talsverð þægindi felast í lestarsamgöngum.
Talsverð þægindi felast í lestarsamgöngum.

Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar telur tímabært að skoða á ný hugmyndir um raflest á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur.

Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóri telur að þróun í smíði léttbyggðra en hraðskreiðra lesta og fjölgun ferðafólks hingað til lands kunni að skapa nýjan grundvöll fyrir slíka framkvæmd.

Lengi hafa verið umræður um möguleika á að koma á lestarsamgöngum á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Orkuveita Reykjavíkur lét vinna skýrslu um möguleikana fyrir nokkrum árum. Þá er gert ráð fyrir þessum möguleika í svæðisskipulagi fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum sem nú er í vinnslu.

Starfsmenn Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar hafa verið að fara yfir forsendur útreikninga á hagkvæmni lestarsamganga. Kjartan Þór Eiríksson framkvæmdastjóri telur að þær gefi fullt tilefni til ítarlegrar athugunar. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hann er byrjaður á að kynna málið á Suðurnesjum og reiknar með að ræða við innanríkisráðuneyti og sveitarfélög á næstunni. Tekur hann fram að bættar samgöngur við höfuðborgarsvæðið sé verulegt hagsmunamál fyrir atvinnuþróunarverkefni á Keflavíkurflugvelli en Þróunarfélagið telji það þó ekki sitt hlutverk að standa fyrir þeirri vinnu sem fara þurfi í gang.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert