Verið að sýna Jóni vantraust

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. mbl.is/Ómar

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að með því að taka vinnu við frumvarp um stjórn fiskveiða af Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi honum verið sýnt mikið vantraust og í öllu venjulegu samhengi hefði ráðherra sagt af sér.

Gunnar Helgi sagði þetta í viðtali við fréttastofu RÚV í kvöld. Hann sagði að með nýjum lögum um stjórnarráð Íslands væri sett ákvæði um ráðherranefndir, en mjög óvenjulegt sé að taka svona mikilvægt mál af ráðherra.

„Það veltur svolítið á honum sjálfum,“ sagði Gunnar Helgi þegar hann var spurður um stöðu Jóns Bjarnasonar. „Hann er augljóslega í svolitlum vanda.“

Ráðherranefnd hefur verið falið að semja frumvarp um stjórn fiskveiða og sagði Gunnar Helgi þetta vekja spurningar um hvort Jón kæmi til með að flytja frumvarpið þar sem hann bæri ekki ábyrgð á samningu þess þó að hann bæri ábyrgð á málaflokknum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert