Ræða málefni Jóns og Huangs

mbl.is/Kristinn

Mikill titringur er milli stjórnarflokkanna í kjölfar stórra ágreiningsmála. Þingflokkur Samfylkingarinnar mun á fundi sínum sem hefst í hádeginu fara yfir vinnubrögð sjávarútvegsráðherra og taka stöðuna í máli Huangs Nubos. Þingmaður Samfylkingarinnar segir sjávarútvegsráðherra hafa stimplað sig út. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Ríkisstjórnin hefur eins þingmanns meirihluta og enn hefur ekkert verið gefið upp um það hvort ríkisstjórnin muni sækja liðstyrk til annarra þingmann.

Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að þingmenn og ráðherrar myndu þá fá tækifæri til að ræða málin og fara yfir vinnubrögð Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra í tengslum við frumvarp hans um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert