Tap fyrir Ísland og Kínverja

Huang Nubo er ósáttur við að fá ekki að kaupa …
Huang Nubo er ósáttur við að fá ekki að kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo segir að Ísland jafnt og kínverskir fjárfestar tapi á því að kaupum hans á Grímsstöðum á Fjöllum var hafnað. Þetta kemur fram í einkaviðtali við Huang í vefútgáfu China Daily.

Huang segir að höfnun á kaupum hans endurspegli óréttlæti og þröngsýni sem kínverskir einkafjárfestar standi frammi fyrir erlendis. Hann segir í viðtalinu að eigendur Grímsstaða á Fjöllum hafi átt upphafið að því að hann fór að íhuga landakaupin.

Fréttirnar af höfnun innanríkisráðuneytisins bárust Huang klukkan fjögur að morgni að kínverskum tíma á laugardag. Hann kvaðst ekki hafa fengið neina beiðni um að hafa samband við ráðuneytið áður en tilkynning barst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert