Heit umræða um ályktun

Borgarmúrar Jerúsalem.
Borgarmúrar Jerúsalem. mbl.is/Ómar Óskarsson

Miklar umræður hafa skapast á spjallborði ísraelska dagblaðsins Jerusalem Post, sem gefið er út á ensku, um þá ákvörðun Alþingis að viðurkenna fullveldi Palestínu. Flestir sem taka þátt í umræðunni eru verulega andsnúnir ákvörðun Alþingis og margir eru ósparir á stóru orðin. Viðbrögðin eru töluvert önnur á spjallborði Haaretz.

Í frétt Jerusalem Post er m.a. bent á að Ísland hafi verið fyrst til að viðurkenna sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna árið 1991. Einnig er vitnað í Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem hafi sagt að Ísland sé fyrsta vestræna þjóðin til að viðurkenna fullveldi Palestínu.

Í ályktun Alþingis í dag var samþykkt að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert