Jóhanna á lista yfir pólitíska hugsuði

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir er í 87. sæti á 100 manna lista yfir helstu pólitisku hugsuði í heiminum að mati vefjarins foreignpolicy.com. Í umsögninni segir að Jóhanna hafi sýnt hversu góðar konur séu í því að laga það sem karlar skemmdu.

Í efsta sæti listans eru nokkrir af helstu forystumönnum arabíska vorsins í Egyptalandi, Sýrlandi og fleiri löndum, eins og Alaa Al Aswany og Mohamed ElBaradei. Í næstu sætum eru Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Jean-Claude Trichet bankastjóri Seðlabanka Evrópu og Zhou Xiaochuan bankastjóri Seðlabanka Kína.

Í umsögninni um Jóhönnu segir að árangur hafi náðst í efnahagsmálum á Íslandi eftir bankakreppuna. Fjallað er um samkynhneigð Jóhönnu og að jafnt hlutfall kvenna og karla skipi ríkisstjórn Íslands.

Umsögnin um Jóhönnu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert