Leiðinlegt ferðaveður

Slæmt ferðaveður er víða á Norðurlandi.
Slæmt ferðaveður er víða á Norðurlandi. Rax / Ragnar Axelsson

Leiðinda ferðaveður er nú víða á Norðurlandi og engin ástæða til að vera þar á ferð að nauðsynjalausu. Lögreglan á Blönduósi sagði að víða sé skafrenningur og dimmt á þjóðvegum. Þar gekk á með hvössum byljum. Skóli féll niður á Húnavöllum í morgun.

Í gær hlánaði um tíma í kringum Húsavík og svo fraus aftur svo það myndaðist skari á snjónum. Því skóf ekki mikinn snjó í morgun, að sögn lögreglunnar á Húsavík, en veðrið var leiðinlegt. Færðin í bænum var þó í lagi.

Tveir bílar fóru út af við T-laga gatnamót í umdæmi Húsavíkurlögreglunnar í gær. Í báðum tilvikum náðu ökumenn ekki að stöðva bílana svo þeir runnu fram af vegunum. Annað óhappið var við vegamót við Hringveginn og hitt í Aðaldal þar sem farið er úr Aðaldalshrauni í Köldukinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert