Loka heilsugæslunni á Hellu

Hvolsvöllur
Hvolsvöllur mbl.is/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur ákveðið að sameina heilsugæsluþjónustu í Rangárþingi. Þetta felur í sér að heilsugæslustöðinni á Hellu verður lokað. Stofnunin þarf að minnka útgjöld um 5,5% á næsta ári eða um 120 milljónir.

Um 10 kílómetrar eru á milli Hellu og Hvolsvallar. Í fréttatilkynningu segir að mikil fagleg rök séu fyrir því að sameina þjónustuna á einum stað, sérstaklega þar sem ekki hafi tekist að ráða í eina stöðu læknis. Heilsugæsluþjónustan verður rekin frá heilsugæslustöðinni á Hvolsvelli og verði hún sérstakur stuðningsaðili við heilsugæslustöðvarnar í Vík og á Kirkjubæjarklaustri.

Gripið verður til fjölbreyttra aðgerða til að ná niður kostnaði. Selja á vaktíbúð á Selfossi og selja stóra læknisbústaði á Hellu og Kirkjubæjarklaustri. Breyta á vaktafyrirkomulagi og ræstingaþjónusta verður endurskipulögð. Auka á samþættingu heilsugæsluþjónustu í V-Skaftafellssýslu. Endurskipuleggja og hagræða á í sjúkraflutningum og fleira.

Sparnaðaraðgerðir á HSu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert