Með sama sniði og fyrr

Barnakór Bústaðakirkju lætur til sín taka á aðventuhátíð sl. sunnudag.
Barnakór Bústaðakirkju lætur til sín taka á aðventuhátíð sl. sunnudag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gísli Jónasson, sóknarprestur og prófastur, segir skýrt að heimsóknir skólabarna í Reykjavík í kirkjur borgarinnar á aðventunni geti verið með sama sniði og undanfarin ár eftir að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur sendi bréf til skólastjórnenda í dag. „Það er búið að eyða þessari óvissu en það eru aðrir hlutir sem við erum ekki sáttir við,“ segir hann.

Gísli er sóknarprestur í Breiðholtskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra.

Í Kastljósi RÚV í kvöld greindi Gísli frá því að Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, hefði í dag sent skólastjórum í grunn- og leikskólum borgarinnar bréf vegna umræðu um heimsóknir skólabarna í kirkjur á aðventunni. Gísli segir að bréfið eyði óvissunni og að ljóst sé að heimsóknirnar geti verið með sama hætti og undanfarin ár.

Ekki krafin um að biðja bænir

„Ég má signa mig og fara með Faðir vorið í skólaheimsókn en ég má ekki krefja börnin um að þau taki undir með mér. Eins og ég hafi einhvern tíma gert það,“ segir Gísli. Prestar gætu t.d. sagt að nú gætu þau sem vildu farið með Faðir vorið. „Börn hafa líka mannréttindi og það er ekki mjög eðlilegt ef barn, eins og mörg dæmi eru um, kemur í skólaheimsókn í kirkjuna sína, þar sem það signir sig og biður bænir, ef það ætti að banna því að biðja bænir,“ segir hann.

Gísli segir að margir skólastjórnendur hafi verið óvissir um hvað reglur um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila borgarinnar við trúar- og lífsskoðunarfélög fælu í sér. Þeir hefðu sumir jafnvel talið að það væri bannað að fara með nemendur í kirkju og að allt bænahald væri bannað í kirkjunni og jafnvel sálmasöngur einnig. Umræðan hafi farið á flug og stundum frekar miðað við upphaflegar tillögur mannréttindaráðs en ekki þær reglur sem borgarráð samþykkti.

Kórinn starfar ekki lengur

En þó að þessari deilu, þ.e. um skólaheimsóknir, sé lokið að mati Gísla, gerir hann enn alvarlegar athugasemdir við samskiptareglurnar. Gagnrýni hans snýst einkum um tvennt, annars vegar bann við að dreifa Nýja testamentinu og hins vegar við að trúar- og lífsskoðunarfélög fái að nota skólahúsnæði á skólatíma.

Gísli bendir á að bannið við samnýtingu skólahúsnæðis hafi m.a. leitt til þess að starf barnakórs Breiðholtskirkju, þ.e. fyrir yngstu börnin, hafi lagst af. Æfingar hefðu verið haldnar í frístundaheimili en eftir að bannað var að nota það húsnæði hefðu ekki verið forsendur fyrir kórastarfinu. Þarna hafði barnakórinn æft til fjölda ára. „Börn sem vildu taka þátt fóru á æfingu, að sjálfsögðu með leyfi foreldra, það var ekki verið að valta yfir einn eða neinn,“ segir hann.

Ekkert í vegi fyrir helgileikjum

Bréf Ragnars Þorsteinssonar sem hann sendi til skólastjórnenda í dag fylgir hér:

Á aðventunni hafa skapast margvíslegar hefðir í skólastarfi í Reykjavík. Vegna nýrra reglna Reykjavíkurborgar um samskipti leik- og grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög hafa vaknað ýmsar spurningar hjá skólastjórnendum um hvernig haga megi samstarfi skóla og kirkju í aðdraganda jólanna. Til að bregðast við þeirri óvissu vill skóla- og frístundasvið koma eftirfarandi á framfæri:

Samkvæmt ofangreindum reglum eru heimsóknir nemenda grunnskóla heimilar í kirkjur í skólatíma undir handleiðslu kennara. Heimilt er að leyfa nemendum að fylgjast með athöfnum og kynnast helgisiðum en ekki má gera kröfu um að nemendur taki þátt í bænum eða öðrum helgisiðum. Sama á við um börn á frístundaheimilum og í leikskólum borgarinnar. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum og frídögum þjóðarinnar haldi sessi sínum í árstíðarbundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla og þar á meðal séu jólasálmar og helgileikir tengdir jólum. Skóla- og frístundasvið telur ekkert því til fyrirstöðu að helgileikir sem nemendur hafa fengið að setja upp í kirkjum í borginni verði áfram settir þar upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ekki ókeypis miðar hjá SAS

13:45 Ef þú sérð að einhver vina þinna á Facebook hefur deilt færslu frá SAS um ókeypis flugmiða skaltu EKKI smella. Um svindl er að ræða. Smelli fólk á tengilinn birtist færslan svo sjálfkrafa á þeirra Facebook-síðu. Meira »

Borgar Þór: „No komment“

13:26 Borgar Þór Einarsson, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, vildi ekkert gefa upp þegar hann var inntur eftir því hvort hann sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Meira »

Sitja sennilega uppi með skemmdirnar

13:22 „Við sitjum sennilega uppi með þessar skemmdir,“ segir sókn­ar­prest­ur í Ak­ur­eyr­ar­kirkju. Enn sér á kirkjunni eftir að alvarleg skemmdarverk voru unnin á henni, fyrir átta mánuðum síðan. Þá er ekki víst að söfnuðurinn eigi fyrir viðgerðunum. Meira »

Símkerfi heilsugæslunnar komið í lag

13:05 Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem lá niðri í gær og í morgun er nú komið í lag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilsugæslunni. Meira »

Fundu hesta á Breiðholtsbrúnni

13:01 Verkefni lögreglunnar eru margvísleg og ekki alltaf hefðbundin og teljast afskipti lögreglu af hestastóði á Breiðholtsbrúnni væntanlega til óhefðbundnari verkefna. Kom lokunarborði lögreglunnar þá í góðar þarfir við að útbúa tímabundið hestagerði Meira »

Færeyingar kynna uppboðsfyrirkomulag

12:33 Réttindi til veiða á 53 þúsund tonnum af norsk-íslenskri síld verða boðin upp í Færeyjum á þessu ári, tæp 11 þúsund tonn af makríl, rúm tvöþúsund tonn af botnfiski innan lögsögu Rússlands í Barentshafi og 614 tonn af botnfiski innan lögsögu Norðmanna í Barentshafinu. Meira »

Kjartan og Áslaug hafa áhuga á efsta sætinu

12:32 Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir hafa áhuga á því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Eins og kom fram í gær hefur núverandi oddviti flokksins í Reykjavík, Halldór Halldórsson, ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram. Meira »

Harður árekstur á Akureyri

12:32 Harður árekstur varð á gatnamótum Grundagerðis og Stóragerðis á Akureyri um klukkan ellefu í morgun. Einn var í hvorum bíl og voru þeir báðir fluttir á slysadeild sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar. Meira »

Stefna á langtímasamning við Hugarafl

12:16 Velferðarráðuneytið stefnir að gerð langtímasamnings um aukin framlög til Hugarafls, samtaka notenda geðheilbrigðisþjónustu, til að styrkja starf samtakanna í þágu fólks með geðraskanir. Þetta var niðurstaða fundar sem félags- og jafnréttismálaráðherra og forsvarsmenn Hugarafls áttu í morgun. Meira »

Endurskoða heimildir ríkissáttasemjara

11:15 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hyggst taka upp viðræður við aðila vinnumarkaðarins á næstunni til að útfæra hvernig best verði að því staðið að styrkja embætti ríkissáttasemjara og auka um leið stöðugleika á vinnumarkaði. Meira »

Sprengja og skotvopn fundust

10:51 Skotvopn og heimatilbúin sprengja fundust þegar maður á sextugsaldri var handtekinn í Cuxhavengötu í Hafnarfirði í gær eftir að hann hótaði þar að skjóta fólk. Meira »

Lögreglan: Við leitum að líki

10:48 Lögreglan í Kaupmannahöfn segist sannfærð um að sænska blaðakonan Kim Isabel Wall sé látin og að lík hennar sé að finna í sjónum. Meira »

Hlaut tæplega 40 milljóna styrk

10:07 Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands hlaut nýverið styrk úr Jean Monnet-áætlun Evrópusambandsins, Jean Monnet Networks. Meira »

Bessastaðir opnir á Menningarnótt

09:54 Opið hús verður á Bessastöðum á laugardaginn næstkomandi, í tilefni Menningarnætur. Allir eru velkomnir á forsetasetrið meðan húsrúm leyfir og verður opið frá klukkan tólf til fjögur. Þetta kemur fram í frétt á vef forseta. Meira »

„Hvenær get ég farið í fóst­ur­eyðingu?“

08:50 „Það er mjög erfitt að skikka konu til að ganga með barn, hvort sem það er af félagslegum ástæðum eða öðrum. Ef maður er virkilega fylgjandi því að konur hafi þetta val, þá er mjög erfitt að segja að eitt sé í lagi en ekki annað. En þessi ákvörðun er fólki ekki léttvæg. Meira »

Símkerfi heilsugæslunnar liggur niðri

09:55 Símkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins liggur niðri. Þetta kemur fram í tilkynningu. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 3,4%

09:30 Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi þessa árs mældist 3,4% og voru að jafnaði 202.500 manns á aldrinum 16–74 ára á vinnumarkaði. Af þeim voru 195.600 starfandi og 7.000 án vinnu og í atvinnuleit að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar og mældist atvinnuþátttaka 84,4%. Meira »

Dagvaran út úr veltuvísitölunni

08:42 Rannsóknasetur verslunarinnar hefur nú hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Ástæðan er sú að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta miðlun á veltutölum sínum. Meira »
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...