Ráðherrastóll Jóns er valtur

Stutt gæti verið í að Jón hverfi af ráðherrabekknum.
Stutt gæti verið í að Jón hverfi af ráðherrabekknum.

Ýmsir heimildarmenn í ríkisstjórnarflokkunum segja að dagar Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í embætti geti senn verið taldir.

Í umræðum á Alþingi í gær og viðtölum við fréttamenn vildi Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, ekki svara því með ákveðnum hætti hvort Jón nyti trausts hans á ráðherrastóli.

Í umfjöllun um stöðu Jóns í Morgunblaðinu í dag leggja samfylkingarmenn þunga áherslu á að hann sé orðinn stjórnarsamstarfinu til trafala, hann verði því að víkja. Innan VG nýtur Jón þó áfram verulegs stuðnings, einkum vegna andstöðu hans við Evrópusambandið.

Hart var deilt á Jón á þingflokksfundi VG í gær vegna sjávarútvegstillagna hans. „Ég er ósátt við að aðkoma þingflokksins hafi ekki verið meiri en hún var,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrsti varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis. „Þingflokkurinn lýsti ekki vantrausti á Jón en vildi að þessi mál yrðu rædd þar innan dyra,“ svaraði hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert