Safna stuðningsyfirlýsingum

mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Stuðningsmenn Jóns Bjarnasonar, m.a. innan raða Vinstri-grænna, eru byrjaðir að safna yfirlýsingum og undirskriftum um stuðning við áframhaldandi ráðherradóm Jóns. Þetta staðfestir Anna Ólafsdóttir Björnsson sem er í VG á Álftanesi og fyrrverandi þingmaður Kvennalistans.

Anna sagði í samtali við mbl.is að fólk hér og þar á landinu væri að safna undirskriftum og yfirlýsingum til stuðnings því að Jón Bjarnason yrði áfram ráðherra. Hún er meðal þeirra sem hafa lýst yfir stuðningi við Jón með þessum hætti. „Ef einhver er að reyna að koma honum frá þá er það út af ESB-málunum,“ sagði Anna og bætti við að hún styddi þá viðspyrnu sem Jón hefði sýnt í þeim málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert